SKÓGARMAÐUR Á FLATEYRI.

Stunda garðyrkju af kappi hvern einasta dag og fæ ekki grænan eyri fyrir.  Geri þetta þó plantnanna vegna enda elska ég allt kvikt nema stundum menn.  Bjargaði ófáum flugum upp úr lauginni hér á staðnum og meira að segja skítaflugu eitt sinn en sú sat á hægðamola sem merktur var Hafberg.  Vona bæjarstjórinn sjái á mér aumur og leki einhverju til mín enda í fullu samræmi við stefnu bæjaryfirvalda að safna skuldum innan eðlilegra marka.

Doddi Koddi.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Sævar Jónsson

dODDIkODDI.

Óforbetranlegur oflátungur ertu og frekjuhundur að búast við því að skógarmaður rúmist í fjárhagsáætlun Ísafjarðarblæjar.

Þórður Sævar Jónsson, 18.5.2009 kl. 15:57

2 identicon

Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að ég ber enga ábyrgð á þessu bloggi.  Eitthvað dularfulli hefur átt sér stað.  Talvan virðist hafa tekið völdin. É get ekki á nokkurn hátt samþykkt það sem þar kemur fram.  Ég ætti að vita það manna best hvað það er vitlaust,  að vinna fyrir kaupi þegar komið er á áttræðis aldur.  Á sínum tíma, fór ég að vinna fyrir launum og borga mína skatta og skyldur.  Það hefði ég betur látið ógert. Þannig fór, að ég fékk 0 á ellilífeyrislaunum mínum næsta árið.  Algerlega uppá konuna mína kominn þann tíma.  En það segi ég satt, að ég elska það að hlúa að gróðri, og hef gert frá miðri síðustu öld.

Þórður sævar Jónsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband